Sauðfjárbúskapur í Kópavogi eftir Dr. Ólaf R. Dýrmundsson. Bókin er 78 blaðsíður að lengd og hefur að geyma sögu sauðfjárbúskapar í Kópavogi á 20. og 21. öld, fjallað er um fjallskil í nánd þéttbýlis, lögskilaréttir, fjárskipti, sauðfjárstríð í Reykjavík, hrútasýningar, sauðfjárböðun, uppgræðslu, öflun heyja og fjármörk. Sauðfjáreigendafélag Kópavogs hefur gegnt lykilhlutverki í þessari atburðarás í 60 ár og er ritið því einnig saga þess.
Í því segir frá bræðrunum Finnjóni og Sveini Mósessonum og frumbýlingsárum þeirra í Kópavogi.Sagt er frá samheldni nágranna á tímum þegar rafmagn, sími, rennandi vatn og malbikaðir vegir voru framtíðardraumar, einnig hvernig nábýlið við setuliðið var á hernámsárunum og áhrifunum af því þegar byggðin þéttist og Kópavogur breyttist úr sveit í borg. Leifur er sonarsonur Sveins Mósessonar og er þetta því líka fjölskyldusaga hans.
Í ritinu er gerð grein fyrir herskálabyggðum breska og bandaríska hersins í núverandi landi Kópavogsbæjar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Höfundur þess er Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Meðal þeirra má nefna æfingasvæðið á Sandskeiði, ratsjárstöðina Camp Catherine á Víghól og herskálahvefið Camp Wade á Hörðuvöllum undir Vatnsendahæð þar sem bjuggu um tíma nærri 900 hermenn. Margir fleiri kampar voru í Kópavogi á hernámsárunum og er gerð grein fyrir tilurð þeirra og tilgangi í ritinu. Fjölmargar ljósmyndir sem flestar hafa ekki birst áður eru í ritinu ásamt kortum sem sýna staðsetningu kampanna.
Þar er lýst hvernig jörðin umbreytist á 20. öld, frá því að vera ein af fyrstu jörðunum hér á landi sem varð fyrir skerðingu vegna virkjanaframkvæmda, hvernig hún varð einnig ein af fyrstu jörðunum sem lagði töluvert land undir viðamikla sumarhúsabyggð og hvernig hún hefur á síðustu árum breyst á miklum hraða í borgarland. Fjöldi mynda frá fyrri tíð prýðir ritið. Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafræði og eiturefnafræði við Háskóla Íslands 1968-1999 er höfundur þess. Þorkell var í mörg ár við sumarstörf á Vatnsenda.
Efni ritsins eru skýrslur um starfsemi og sögu Héraðsskjalasafns Kópavogs frá stofnun þess árið 2000 til ársins 2007 auk útgáfu skráa yfir opinber skjöl og einkaskjöl í vörslu skjalasafnsins. Að auki eru í ritinu greinar um listamanninn Wilhelm Ernst Beckmann eftir Hrafn Andrés Harðarson bæjarbókavörð og Kópavog á árunum 1681-1729 eftir Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðing en þeirri grein fylgir útgáfa á stríðshjálparskýrslu Gullbringusýslu 1681 og kvikfjártalsskýrslu Seltjarnarneshrepps 1703. Einnig eru í ritinu útgefnar fundargerðabækur Framfarafélagsins Kópavogs 1945-1955 og skjöl úr sögu þess, en félagið kom því til leiðar að Kópavogur varð sjálfstætt sveitarfélag árið 1948. Félagið var merkileg og sérstæð hreyfing í íslenskri stjórnmálasögu, en bannað var skv. félagslögunum að stjórnmál væru rædd á fundum þess. Loks eru í ritinu fróðleiks- og leiðbeiningarkaflar um skjalavörslu sveitarfélaga. Ritið er prýtt rúmlega 60 myndum og er búið myndaskrá og ýtarlegu registri. Ritstj.: Hrafn Sveinbjarnarson.
Digranesvegi 7
200 Kópavogur
Skráðu þig til að fá fréttabréf um viðburði, fréttir og menningu í Kópavogi.
Afgreiðslutími
mánudaga – föstudaga
kl. 10 – 16
Lokað á hátíðardögum
Aðgangur er ókeypis
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checkbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checkbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |