Landnemar í Kópavogi (2016)

Eftir Leif Reynisson

Í því segir frá bræðrunum Finnjóni og Sveini Mósessonum og frumbýlingsárum þeirra í Kópavogi. Sagt er frá samheldni nágranna á tímum þegar rafmagn, sími, rennandi vatn og malbikaðir vegir voru framtíðardraumar, einnig hvernig nábýlið við setuliðið var á hernámsárunum og áhrifunum af því þegar byggðin þéttist og Kópavogur breyttist úr sveit í borg. Leifur er sonarsonur Sveins Mósessonar og er þetta því líka fjölskyldusaga hans.

Þeim sem áhuga hafa á að nálgast ritið er bent á Héraðsskjalasafn Kópavogs sem er til húsa að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsið). Einnig er hægt að skrá sig í Sögufélag Kópavogs á vefsíðu félagsins www.vogur.is og í Héraðsskjalasafninu.

Deildu þessari grein

NÝJUSTU FRÉTTIR