Héraðsskjalasafn Kópavogs
Í Héraðsskjalasafni Kópavogs er nú unnið að flutningi gagna til Þjóðskjalasafns Íslands og því liggur reglubundin starfsemi safnsins niðri. Flutningurinn er gerður í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs, frá apríl 2023 um að safnið skyldi lagt niður og að núverandi safnkostur og þau gögn sem eftirleiðis myndast hjá bæjarfélaginu verði færð í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands.
Þeim einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum í Kópavogi sem vilja afhenda einkaskjalasöfn er vinsamlega bent á að snúa sér til Þjóðskjalasafnsins sem veitir þeim viðtöku hér eftir.
Ef óskað er eftir upplýsingum sem snúa að öflun gagna frá Kópavogsbæ bendum við vinsamlega á Þjónustugátt Kópavogsbæjar.
Lesa meira