Myndavefur

Í tilefni sextugsafmælis Kópavogsbæjar var afráðið að setja á laggirnar myndavef með myndum úr bænum frá ýmsum tímum. Afmælisnefnd Kópavogsbæjar sem skipuð var í tilefni afmælisins ýtti verkefninu úr vör í ársbyrjun 2015 og hefur það verið í undirbúningi síðan. Uppistaðan í þeim myndum sem er að finna á vefnum í upphafi eru myndasöfn nokkurra einstaklinga sem hafa verið í varðveislu Héraðskjalasafns Kópavogs og aðrar myndir í varðveislu safnsins. Unnið er að því að koma fleiri myndum og myndasöfnum á vefinn sem mun þannig stækka og bæta myndavefinn. Notendur eru hvattir til þess að senda inn athugasemdir og upplýsingar um myndir ef þeir búa yfir þeim.