Sauðfjárbúskapur í Kópavogi eftir Dr. Ólaf R. Dýrmundsson. Bókin er 78 blaðsíður að lengd og hefur að geyma sögu sauðfjárbúskapar í Kópavogi á 20. og 21. öld, fjallað er um fjallskil í nánd þéttbýlis, lögskilaréttir, fjárskipti, sauðfjárstríð í Reykjavík, hrútasýningar, sauðfjárböðun, uppgræðslu, öflun heyja og fjármörk. Sauðfjáreigendafélag Kópavogs hefur gegnt lykilhlutverki í þessari atburðarás í 60 ár og er ritið því einnig saga þess.
Þeim sem áhuga hafa á að nálgast ritið er bent á Héraðsskjalasafn Kópavogs sem er til húsa að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsið). Einnig er hægt að skrá sig í Sögufélag Kópavogs á vefsíðu félagsins www.vogur.is og í Héraðsskjalasafninu.