Vatnsendi – úr heiðarbýli í þétta byggð (2013)

Eftir Þorkel Jóhannesson.

Vatnsendi. Úr heiðarbýli í þétta byggð eftir Þorkel Jóhannesson 2013. Þar er lýst hvernig jörðin umbreytist á 20. öld, frá því að vera ein af fyrstu jörðunum hér á landi sem varð fyrir skerðingu vegna virkjanaframkvæmda, hvernig hún varð einnig ein af fyrstu jörðunum sem lagði töluvert land undir viðamikla sumarhúsabyggð og hvernig hún hefur á síðustu árum breyst á miklum hraða í borgarland. Fjöldi mynda frá fyrri tíð prýðir ritið. Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafræði og eiturefnafræði við Háskóla Íslands 1968-1999 er höfundur þess. Þorkell var í mörg ár við sumarstörf á Vatnsenda.

Þeim sem áhuga hafa á að nálgast ritið er bent á Héraðsskjalasafn Kópavogs sem er til húsa að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsið). Einnig er hægt að skrá sig í Sögufélag Kópavogs á vefsíðu félagsins www.vogur.is og í Héraðsskjalasafninu.

Deildu þessari grein

NÝJUSTU FRÉTTIR