Sauðfjárbúskapur í Kópavogi eftir Dr. Ólaf R. Dýrmundsson. Bókin er 78 blaðsíður að lengd og hefur að geyma sögu sauðfjárbúskapar í Kópavogi á 20. og 21. öld, fjallað er um fjallskil í nánd þéttbýlis, lögskilaréttir, fjárskipti, sauðfjárstríð í Reykjavík, hrútasýningar, sauðfjárböðun, uppgræðslu, öflun heyja og fjármörk. Sauðfjáreigendafélag Kópavogs hefur gegnt lykilhlutverki í þessari atburðarás í 60 ár og er ritið því einnig saga þess.
Í því segir frá bræðrunum Finnjóni og Sveini Mósessonum og frumbýlingsárum þeirra í Kópavogi.Sagt er frá samheldni nágranna á tímum þegar rafmagn, sími, rennandi vatn og malbikaðir vegir voru framtíðardraumar, einnig hvernig nábýlið við setuliðið var á hernámsárunum og áhrifunum af því þegar byggðin þéttist og Kópavogur breyttist úr sveit í borg. Leifur er sonarsonur Sveins Mósessonar og er þetta því líka fjölskyldusaga hans.
Í ritinu er gerð grein fyrir herskálabyggðum breska og bandaríska hersins í núverandi landi Kópavogsbæjar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Höfundur þess er Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Meðal þeirra má nefna æfingasvæðið á Sandskeiði, ratsjárstöðina Camp Catherine á Víghól og herskálahvefið Camp Wade á Hörðuvöllum undir Vatnsendahæð þar sem bjuggu um tíma nærri 900 hermenn. Margir fleiri kampar voru í Kópavogi á hernámsárunum og er gerð grein fyrir tilurð þeirra og tilgangi í ritinu. Fjölmargar ljósmyndir sem flestar hafa ekki birst áður eru í ritinu ásamt kortum sem sýna staðsetningu kampanna.
Þar er lýst hvernig jörðin umbreytist á 20. öld, frá því að vera ein af fyrstu jörðunum hér á landi sem varð fyrir skerðingu vegna virkjanaframkvæmda, hvernig hún varð einnig ein af fyrstu jörðunum sem lagði töluvert land undir viðamikla sumarhúsabyggð og hvernig hún hefur á síðustu árum breyst á miklum hraða í borgarland. Fjöldi mynda frá fyrri tíð prýðir ritið. Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafræði og eiturefnafræði við Háskóla Íslands 1968-1999 er höfundur þess. Þorkell var í mörg ár við sumarstörf á Vatnsenda.
Efni ritsins eru skýrslur um starfsemi og sögu Héraðsskjalasafns Kópavogs frá stofnun þess árið 2000 til ársins 2007 auk útgáfu skráa yfir opinber skjöl og einkaskjöl í vörslu skjalasafnsins. Að auki eru í ritinu greinar um listamanninn Wilhelm Ernst Beckmann eftir Hrafn Andrés Harðarson bæjarbókavörð og Kópavog á árunum 1681-1729 eftir Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðing en þeirri grein fylgir útgáfa á stríðshjálparskýrslu Gullbringusýslu 1681 og kvikfjártalsskýrslu Seltjarnarneshrepps 1703. Einnig eru í ritinu útgefnar fundargerðabækur Framfarafélagsins Kópavogs 1945-1955 og skjöl úr sögu þess, en félagið kom því til leiðar að Kópavogur varð sjálfstætt sveitarfélag árið 1948. Félagið var merkileg og sérstæð hreyfing í íslenskri stjórnmálasögu, en bannað var skv. félagslögunum að stjórnmál væru rædd á fundum þess. Loks eru í ritinu fróðleiks- og leiðbeiningarkaflar um skjalavörslu sveitarfélaga. Ritið er prýtt rúmlega 60 myndum og er búið myndaskrá og ýtarlegu registri. Ritstj.: Hrafn Sveinbjarnarson.