Ljóðstafur Jóns úr Vör 2010

Gerður Kristný

1. sæti

Strandir

Að vetri

er aðeins fært

hugleiðina

Sængurhvít sveitin

breiðir úr sér

innan við augnlokin

Bjarndýr snuddar í snjó

nær síðasta jaka

til baka