Ljóðstafur Jóns úr Vör 2008

Jónína Leósdóttir

1. sæti

Miðbæjarmynd

bakið bogið af bogri
á austrænum ökrum

frá sólarupprás
til sólseturs

hörundið hrjúft
eftir óvægna asíska sól

tínir upp tómar flöskur
í hrollköldu tómasarstræti

frá sólsetri að sólarupprás

aðkomukona

á ótrúlega rauðum skóm