Stjórnsýslulegt hlutverk
Héraðsskjalasafnsins felst í að tryggja rétt borgaranna til opinberra skjala. Stofnunum, embættum og fyrirtækjum Kópavogsbæjar er skylt að varðveita skjöl sín og afhenda til Héraðsskjalasafns Kópavogs skv. lögum.
Héraðsskjalasafns Kópavogs skal:
Leiðbeina þeim um skjalavörslu m.a. gerð skjalavistunaráætlana og bréfalykla.
Hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra.
Fara yfir beiðnir þeirra um grisjun (eyðingu) skjala áður en þær eru lagðar fyrir þjóðskjalavörð.
Heimta inn skjöl þeirra til varðveislu og varðveita afhent skjöl þeirra á tryggan hátt þannig að þau séu fullnægjandi skráð og aðgengileg til notkunar skv. lögum, er þá t.d.átt við skjalasafnalög, upplýsingalög, stjórnsýslulög og persónuverndarlög.