Lestrarsalur

Kjarninn í þjónustu Héraðsskjalasafnsins er lestrarsalurinn þar sem safnkosturinn er aðgengilegur almenningi og fræðimönnum. Þar eru og aðgengilegar skrár yfir þau skjöl sem eru í vörslu Héraðsskjalasafnsins. Nokkur hluti skránna er útgefinn í Ársriti Héraðsskjalasafns Kópavogs. Auk þessa er handbókasafn Héraðsskjalasafnsins aðgengilegt á lestrarsalnum og að hluta til hýst þar.