Þjónusta

Héraðsskjalasafn Kópavogs veitir aðgengi að skrám yfir skjalasöfn í vörslu sinni og tryggir aðgengi almennings, fræðimanna og stjórnvalda að safnkostinum á lestrarsal í frumritum og með afritun, ýmist almennri eða í staðfestu afriti.

Héraðsskjalasafn Kópavogs veitir skilaskyldum stjórnvöldum á sveitarstjórnarstigi í umdæmi stofnunarinnar ráðgjöf.
Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki í umdæmi Héraðsskjalasafns Kópavogs geta afhent því skjöl sín til varðveislu. Þættir í þjónustunni sem ekki vekja að jafnaði athygli snúa að vörslu skjalanna t.d. að gæta efnislegs öryggis og endingar safnkostsins og að tryggja að aðgengistakmarkanir skv. ákvæðum laga, reglna og samninga séu virtar.

Héraðsskjalasafn Kópavogs heldur sýningar á safnkostinum, reglulega myndgreiningarmorgna og gefur kost á kynningum fyrir hópa.

Héraðsskjalasafn Kópavogs veitir aðgengi að skrám yfir skjalasöfn í vörslu sinni og tryggir aðgengi almennings, fræðimanna og stjórnvalda að safnkostinum á lestrarsal í frumritum og með afritun, ýmist almennri eða í staðfestu afriti.


Héraðsskjalasafn Kópavogs veitir skilaskyldum stjórnvöldum á sveitarstjórnarstigi í umdæmi stofnunarinnar ráðgjöf.
Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki í umdæmi Héraðsskjalasafns Kópavogs geta afhent því skjöl sín til varðveislu. Þættir í þjónustunni sem ekki vekja að jafnaði athygli snúa að vörslu skjalanna t.d. að gæta efnislegs öryggis og endingar safnkostsins og að tryggja að aðgengistakmarkanir skv. ákvæðum laga, reglna og samninga séu virtar.

Héraðsskjalasafn Kópavogs heldur sýningar á safnkostinum, reglulega myndgreiningarmorgna og gefur kost á kynningum fyrir hópa.