Ársrit Héraðsskjalasafns Kópavogs 2006 – 2007

Efni ritsins eru skýrslur um starfsemi og sögu Héraðsskjalasafns Kópavogs frá stofnun þess árið 2000 til ársins 2007 auk útgáfu skráa yfir opinber skjöl og einkaskjöl í vörslu skjalasafnsins. Að auki eru í ritinu greinar um listamanninn Wilhelm Ernst Beckmann eftir Hrafn Andrés Harðarson bæjarbókavörð og Kópavog á árunum 1681-1729 eftir Gunnar Marel Hinriksson sagnfræðing en þeirri grein fylgir útgáfa á stríðshjálparskýrslu Gullbringusýslu 1681 og kvikfjártalsskýrslu Seltjarnarneshrepps 1703. Einnig eru í ritinu útgefnar fundargerðabækur Framfarafélagsins Kópavogs 1945-1955 og skjöl úr sögu þess, en félagið kom því til leiðar að Kópavogur varð sjálfstætt sveitarfélag árið 1948. Félagið var merkileg og sérstæð hreyfing í íslenskri stjórnmálasögu, en bannað var skv. félagslögunum að stjórnmál væru rædd á fundum þess. Loks eru í ritinu fróðleiks- og leiðbeiningarkaflar um skjalavörslu sveitarfélaga. Ritið er prýtt rúmlega 60 myndum og er búið myndaskrá og ýtarlegu registri. Ritstj.: Hrafn Sveinbjarnarson. 

Þeim sem áhuga hafa á að nálgast ritið er bent á Héraðsskjalasafn Kópavogs sem er til húsa að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsið).

Deildu þessari grein

NÝJUSTU FRÉTTIR