Myndavefur Kópavogs

12. mars 2019

Myndavefur Kópavogs sem stofnaður var í tilefni sextugsafmælis Kópavogskaupstaðar árið 2015 var í janúar 2019 falinn Héraðsskjalasafni Kópavogs til áframhaldandi útgáfu.

Stefnt er að því að bæta við efni hans fleiri ljósmyndum, en einnig kvikmyndum, hljóðupptökum og afritum skjala. Einnig er í undirbúningi að birta þar myndir af þeim hlutum sem varðveittir eru í munageymslu Kópavogs. 

Með þessu verður reynt að veita innsýn í nokkurn hluta safnkostsins og jafnframt uppfylla að nokkru fræðsluhlutverk Héraðsskjalasafnsins. Þess verður þó að gæta að meginhluti safnkostsins er og verður jafnan aðgengilegur á lestrarsal Héraðsskjalasafnsins.

Umsjónarmenn vefjarins eru Símon Hjalti Sverrisson og Valdimar Valdimarsson.