18.jan 10:30

Myndgreiningarmorgunn

Veist þú hver er á myndinni? eða hvar myndin er tekin?

Héraðsskjalasafnið ásamt Sögufélagi Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarmorgnum opnum almenningi þar sem allir leggjast á eitt við að bera kennsl á myndefni úr fórum Héraðsskjalasafns. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar og sögur sem auka enn á varðveislugildi myndanna.

Ljósmyndaforði skjalasafnsins, sem að hluta til er birtur á myndavef, spannar tugþúsundir mynda en hluti þess er ekki fullskráður, ekki er vitað nákvæmlega hvað fyrir augu ber á þeim myndum. Nauðsynlegt er fyrir skjalasafnið að skrá sem best allar myndir sem það varðveitir og halda þeim þannig aðgengilegum til langframa. Með því er gildi myndanna haldið til haga.

Myndgreiningarmorgnar eru öllum opnir í húsakynnum Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7. Hjólastólaaðgengi er að safninu og þeim sem koma akandi er bent á bílastæði við safnið og bílakjallarann við Hamraborg. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Deildu þessum viðburði

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á