Safnkostur

Skjöl í vörslu Héraðsskjalasafns Kópavogs eru eldri skjöl Kópavogsbæjar og stofnana hans og skjöl úr eigu einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja í Kópavogsbæ.

Í handbókasafni stofnunarinnar eru tiltækar bækur og rit til þess að styðja við fróðleiksleit og upplýsingaöflun í skjölunum. Meðal þess eru blöð sem gefin hafa verið út í Kópavogi, flest rit sem komið hafa út um sögu Kópavogs, ýmis héraðssögurit, ættfræðirit og rit um lög, reglur og stjórnsýslu.

Héraðsskjalasafn Kópavogs rúmar 2.4 hillukílómetra.