Kampar í Kópavogi. 2013. Herbúðir bandamanna í landi Kópavogs og næsta nágrenni eftir Friðþór Eydal.
Í ritinu er gerð grein fyrir herskálabyggðum breska og bandaríska hersins í núverandi landi Kópavogsbæjar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Höfundur þess er Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Meðal þeirra má nefna æfingasvæðið á Sandskeiði, ratsjárstöðina Camp Catherine á Víghól og herskálahvefið Camp Wade á Hörðuvöllum undir Vatnsendahæð þar sem bjuggu um tíma nærri 900 hermenn. Margir fleiri kampar voru í Kópavogi á hernámsárunum og er gerð grein fyrir tilurð þeirra og tilgangi í ritinu. Fjölmargar ljósmyndir sem flestar hafa ekki birst áður eru í ritinu ásamt kortum sem sýna staðsetningu kampanna.
Þeim sem áhuga hafa á að nálgast ritið er bent á Héraðsskjalasafn Kópavogs sem er til húsa að Digranesvegi 7 (gamla pósthúsið). Einnig er hægt að skrá sig í Sögufélag Kópavogs á vefsíðu félagsins www.vogur.is og í Héraðsskjalasafninu.