Um safnið

DSC_4804.jpg

Héraðsskjalasafn Kópavogs er opinbert skjalasafn og starfar skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014  og reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 284/1994.  Það er eitt af tuttugu héraðsskjalasöfnum sem starfa á Íslandi á vegum og í eigu sveitarfélaga. Starfsemi þeirra lýtur eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands.

Héraðsskjalasafn Kópavogs er eign Kópavogsbæjar og er rekið á hans kostnað.

 Héraðsskjalasafn Kópavogs var stofnað 12. desember árið 2000. Aðdragandi stofnunar þess var Bæjarskjalasafn Kópavogs sem starfaði á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.

Leo W. Ingason var héraðsskjalavörður frá stofnun árið 2000 til 2005.

Hrafn Sveinbjarnarson hefur verið héraðsskjalavörður frá því í ársbyrjun 2006.

Héraðsskjalasafn Kópavogs á aðild að Alþjóðaskjalaráðinu ICA (International Council on Archives/Conseil International des Archives) 

Héraðsskjalasafn Kópavogs ásamt Héraðsskjalasafni Árnesinga stendur að upplýsingagáttinni skjalavefnum.

Starfssvæði Héraðsskjalasafns Kópavogs er Kópavogsbær.

Ársskýrslur Héraðsskjalasafns Kópavogs eru gefnar út í Ársriti þess.

Sjá einnig ársskýrslur menningarhúsanna í Kópavogi. 

Húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs

Héraðsskjalasafn Kópavogs var fyrst til húsa að Hamraborg 1, 3. hæð en fluttist í ársbyrjun 2012 að Digranesvegi 7. Þar er starfsemin til húsa, lestrarsalur notenda og geymslur alls 394,6 m2 þar af eru geymslur 144,8 m2 sem rúma 1.638 hillumetra skjala. Héraðsskjalasafnið hefur einnig geymslur að Fannborg 3-5, 116,6 m2 sem rúma 913 hillumetra skjala.