Útgáfa

Sauðfjárbúskapur í Kópavogi

2017

Sauðfjárbúskapur í Kópavogi eftir Dr. Ólaf R. Dýrmundsson.
Bókin hefur að geyma sögu sauðfjárbúskapar í Kópavogi á 20. og 21. öld, fjallað er um fjallskil í nánd þéttbýlis, lögskilaréttir, fjárskipti, sauðfjárstríð í Reykjavík, hrútasýningar, sauðfjárböðun, uppgræðslu, öflun heyja og fjármörk.

Landnemar í Kópavogi

2016

Í því segir frá bræðrunum Finnjóni og Sveini Mósessonum og frumbýlingsárum þeirra í Kópavogi.Sagt er frá samheldni nágranna á tímum þegar rafmagn, sími, rennandi vatn og malbikaðir vegir voru framtíðardraumar, einnig hvernig nábýlið við setuliðið var á hernámsárunum og áhrifunum af því þegar byggðin þéttist og Kópavogur breyttist úr sveit í borg.

Kampar í Kópavogi

2013

Kampar í Kópavogi. 2013. Herbúðir bandamanna í landi Kópavogs og næsta nágrenni eftir Friðþór Eydal.

Vatnsendi

2013

Úr heiðarbýli í þétta byggð eftir Þorkel Jóhannesson.
Þar er lýst hvernig jörðin umbreytist á 20. öld, frá því að vera ein af fyrstu jörðunum hér á landi sem varð fyrir skerðingu vegna virkjanaframkvæmda, hvernig hún varð einnig ein af fyrstu jörðunum sem lagði töluvert land undir viðamikla sumarhúsabyggð og hvernig hún hefur á síðustu árum breyst á miklum hraða í borgarland.

Minningar af Kársnesinu

2012

Minningar af Kársnesi eftir Eyþór Sigmundsson og Helgu Sigurjónsdóttur. Foreldrar Eyþórs Sigmundssonar, Sigmundur Eyvindsson og Aðalheiður Olga Guðgeirsdóttir, hófu landnám við Borgarholtsbraut árið 1944.

Ársrit Héraðsskjalasafns Kópavogs

2008

Efni ritsins eru skýrslur um starfsemi og sögu Héraðsskjalasafns Kópavogs frá stofnun þess árið 2000 til ársins 2007 auk útgáfu skráa yfir opinber skjöl og einkaskjöl í vörslu skjalasafnsins.