Persónuverndarlög og skjöl sveitarfélaga

02. maí 2018

Starfshópur héraðsskjalavarða um persónuvernd hélt fund um væntanleg persónuverndarlög í Mosfellsbæ 8. mars 2018.

Þar fjallaði m.a. héraðsskjalavörður Kópavogs um persónuvernd og samverkan hennar við lög um opinber skjalasöfn og þau skjöl sem persónuverndarlög taka til á héraðsskjalasöfnum. Hann benti á nokkra vankanta sem sníða þarf af framkvæmd skjalavörslu sveitarfélaga, bæði til að uppfylla lög um skjalavörslu hins opinbera, stunda vandaða stjórnsýsluhætti og til að uppfylla hin væntanlegu persónuverndarlög að ógleymdum núgildandi persónuverndarlögum.
Umfjöllun hans og nánari frásögn af fundinum er á Skjalavefnum.